Salix caesia

Ættkvísl
Salix
Nafn
caesia
Íslenskt nafn
Blávíðir
Ætt
Víðiætt (Salicaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Frjóhnappar gulir.
Blómgunartími
Maí.
Hæð
Allt að 1 m
Vaxtarlag
Lítill runni allt að 1 m hár. Ársprotar rústrauðir eða hnetubrúnir, ungar greinar dúnhærðar, gular og hárlausar þegar þeir eru fullvaxnir.
Lýsing
Axlablöð smá, himnukennd, oftast skammæ. Laufleggur stuttur 2-3 mm, smálóhærður. Laufblaðkan egglaga, oddbaugótt eða lensulaga, 0,5-3 sm x 3-10 mm, gráhvít neðan, hárlaus þegar hún eru fullvaxin, græn á efra borði, breiðfleyglaga við gruninn, heilrend, oddur stutt-odddreginn. Blóm þroskast seint. Reklar stuttir, sverir, 5-10(-20) mm, með hreisurkennd lauf við grunninn, stoðblöð aflöng til öfugegglaga, með þétt, grá, dúnhár, sjaldan hárlaus, snubbótt. Kirtlar karlblóma heilir eða 2-3 flipóttir. Fræflar 2, frjóþræðir samvaxnir að hluta eða alveg samvaxnir, dúnhærðir við grunninn. Frjóhnappar gulir. Kvenblóm með eggvala-keilulaga eggleg, 3-4 mm, lóhært, leggur styttri en kirtilinn, stíll stuttur, fræni heilt eða 2-flipótt. Fræhýði gult til rústrautt, lóhært.&
Uppruni
Kína, Afganistan, Kirgistan, Mongolía, S Síbería, Taikistan, Evrópa.
Harka
Z6
Heimildir
= 1, www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=2&taxon-id=200005774
Fjölgun
Sumar- og vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem komu í garðinn 1984, gróðirsettar í beð 1988, hafa kalið ögn en eru fallegar.