Salix daphnoides

Ættkvísl
Salix
Nafn
daphnoides
Íslenskt nafn
Fagurvíðir
Ætt
Víðiætt (Salicaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni eða tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur-grár.
Blómgunartími
Maí.
Hæð
5- 7(-10 m)
Vaxtarlag
Tré eða hávaxinn runni, allt að 10 m hár. Börkur sléttur, grár. Ársprotar uppréttir til útstæðir, rauðbrúnar, bládöggvuð með vaxslikju.
Lýsing
Lauf 5-10 sm, aflöng-lensulaga með 8-12 æðastrengjapör, verða hárlaus og dökkgræn ofan, bláleit á neðra borði, kirtilsagtennt. Laufleggur 2-4 sm, axlablöð stór, hálf-hjartalaga. Reklar 3 sm, þétt silkidúnhærðir, næstum legglausir, koma á undan laufunum. Fræflar 2, ekki samvaxnir, eggleg með legg, hárlaus.&
Uppruni
Evrópa til M Asíu, Himalaja.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Vetrar- og sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Sem stakstæður runni, í raðir, í skjólbelti, í þyrpingar. Nægjusöm, þolir háa grunnvatnsstöðu.
Reynsla
Harðgerð planta lítt reynd hérlendis. Þokkaleg eintök eru þó til í Lystigarðinum sem kelur mismikið frá ári til árs (K1-4,5). Alls ekkert sérstök sem garðplanta.