Salix glaucosericea

Ættkvísl
Salix
Nafn
glaucosericea
Höfundur undirteg.
Andersson
Íslenskt nafn
Orravíðir
Ætt
Víðiætt (Salicaceae).
Samheiti
S. glauca L. v. villosa Andersson
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómgunartími
Maí.
Hæð
-1,5 m
Lýsing
Lík grávíði (Salix glauca) en ólík að því leyti að blöðin eru fölgrænni, glansandi á efra borði, silkihærð beggja vegna, blaðæðar 7-9 (5-6 á S. glauca)- ath. betur lýsingu!
Uppruni
Alpafjöll.
Harka
3
Heimildir
1
Fjölgun
Sumar- og vetrargræðlingar, (sáning),
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í þyrpingar, í beð.
Reynsla
Harðgerð og hefur reynst vel í garðinum. Mjög harðgerð og auðræktuð tegund.