Salix hastata

Ættkvísl
Salix
Nafn
hastata
Íslenskt nafn
Sólvíðir
Ætt
Víðiætt (Salicaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómgunartími
Maí.
Hæð
-1, 5 m
Vaxtarlag
Uppréttur, þéttur runni, allt að 1,5 m hár. Árssprotar verða hárlausir og stundum rauðir eða purpuragrænir á öðru ári.
Lýsing
Lauf breytileg, 2-8 sm löng, oddbaugótt-öfuugegglaga eða lensulaga, hjartalaga eða bogadregin við grunninn, verða hárlaus, matt græn á efra borði, blágræn á neðra borði, netæðótt, miðtaug gul-græn, heilrend eða til smásagtennt. Blaðstilkur allt að 1 sm löng. Axlablöð stór, skakk-egglega, sagtennt. Reklar þéttir, um 6 sm langir á laufóttum sprotum, stoðblöð ullhærð.&
Uppruni
M Evrópa til NA Asía, Kashmír.
Harka
6
Heimildir
= 1, https://www.burncoose.co.uk/site/plants.cfm?pl-id=3841
Fjölgun
Sumar- og vetrargræðlingar, fræi er sáð um leið og þau eru fullþroskuð.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í beð, í breiður. Þolir allt að -20°C.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta frá 1978. Hefur reynst vel í garðinum og kelur ekki mikið (K: 0-0,5)
Yrki og undirteg.
Salix hastata 'Wehrhahnii' er með sumargræn, oddbaugótt, heilrend til fíntennt lauf allt að 6 sm löng. Runninn er dvergrunni, verður venjulega í mesta lagi 30-60 sm hár, til eru undantekningar. Hægvaxta, uppréttur með dökk, purpurabrúna sprota. Silfurgráir karlreklar allt að 7 sm langir, koma á undan laufinu.