Salix lanata

Ættkvísl
Salix
Nafn
lanata
Íslenskt nafn
Loðvíðir
Ætt
Víðiætt (Salicaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Karlblóm gullgul.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
1-1,5 m
Vaxtarlag
Lág- og breiðvaxinn runni, allt að 1,5 m hár og álíka breiður með uppsveigðar greinar, verður kræklóttur með tímanum. Árssprotar gráloðnir, jarðlægir.
Lýsing
Laufin 2-7 x 2-4 sm, bogadregin-egglaga eða öfugegglaga, oddur niðurorpinn, silkihærður í fyrstu, verða seinna mattgræn ofan og bláleit neðan með 5-6 æðastrengjapör, heilrend, bylgjuð, axlalöð breið, heilrend. Reklarnir koma eftir að laufin eru komin, karlreklar gullgulir 2,5-5 sm, kvenreklar allt að 8 sm langir þegar fræin eru fullþroskuð.&
Uppruni
Heimskautasvæði og nærliggjandi svæði í norður Evrasíu, að Íslandi og Bretlandi meðtöldi.
Sjúkdómar
Viðkvæmur fyrir ryðsvepp.
Harka
2
Heimildir
= 1, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Salix+lanata
Fjölgun
Vetrar- og sumargræðlingar, fræi er sáð um leið og það er fullþroskað..
Notkun/nytjar
Í limgerði, í steinhæðir, í þyrpingar, í blönduð beð. Þolir hvassviðri en ekki saltágjöf.
Reynsla
Harðgerð planta sem er algeng um allt Ísland.