Salix monticola

Ættkvísl
Salix
Nafn
monticola
Íslenskt nafn
Eirvíðir
Ætt
Víðiætt (Salicaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Frjóhnappar purpura, verða gulir.
Blómgunartími
Apríl-júlí.
Hæð
1,5-6 m
Vaxtarlag
Greinar gulbrúnar eða rauðbrúnar með grænar doppur, ekki eða lítið bláleitar, hárlausar. Ársprotar rauðbrúnir til gulbrúnir, hárlausir eða smádúnhærðir, langhærðir eða ullhærðir (brum eins og á selju).
Lýsing
Stoðblöð laufkennd eða hafa rýrnað mjög á þeim fyrstu, laufkennd á þeim sem koma seinna, ydd eða odddregin. Laufleggir með grunna gróp eða hvelfdir til flatir ofan, 5,5-14 mm langir, langhærðir, ullhærðir eða flauelskenndir eða verða hárlausir á efra borði, stærstu laufblöðkurnar eru mjó-aflangar til aflangar, mjó-oddbaugóttar til oddbaugóttar, lensulaga, öfuglensulaga eða öfugegglaga, 35-95 x 11-33 mm, 2-3,9 sinnum lengri en þau eru breið, grunnur er bogadreginn eða hálf-hjartalaga, jaðrar ögn innundnir eða flatir, smásagtenntir, sagtenntir eða bugðóttir, ydd eða odddregin. Neðra borð er bláleitt, matt, hárlaust eða hært, aðalæðastrengurinn er hærður eða ullhærður, neðstu blöðkujaðrar eru heilrendir eða sagtenntir. Ung lauf stundum rauðleit, ullhærð eða langsilkihærð neðan, hárin hvít, stundum líka ryðlit. Karlreklar koma á undan laufinu eða rétt á undan þeim. Kvenreklar eru þéttblóma, stinnir, 21-60 x 8-16 mm, blómstrandi smágreinar 0,5-8 mm, blómhlífar brúnar, svartar eða tvílitar, 1-2 mm, bogadregnar í oddinn til hvassydd, hærðar á ytra borði, hárið liðað, beint eða hrokkið. Karlblóm með mjóaflangan hunangskirtil á efra borði, 0,6-1,1 mm, frjóþræðir ekki samvaxnir eða samvaxnir minna en 1/2 lengdina, hárlausir, frjóhnappar purpuralitir, verða gulir, 0,4-0,8 mm. Kvenblóm með mjóaflangan hunangskirtil á efra borði, aflangan eða flöskulaga, 0,4-1 mm, styttri en eða jafnlangir og leggur egglegsins, þessi leggur er 0,5-1,6 mm, eggleg er perulaga, hárlaust, trjónan mjókkar smátt og smátt í stílinn, eggbú 11-15 í hverju egglegi, stílar 0,6-1,1 mm, fræni flatt, ekki nöbbótt á ytra borði, með bogadreginn enda eða breið-sívalan, 0,24-0,36-0,56 mm. Fræhýði 4-7 mm.&
Uppruni
N Ameríka.
Heimildir
= www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=1&taxon-id=242445793
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð, í raðir, sem stakstæðar plöntur.
Reynsla
í Lystigarðinum er til ein planta frá 1981, sem kom úr gróðrarstöð, kelur lítið, þrífst vel.