Salix myricoides

Ættkvísl
Salix
Nafn
myricoides
Íslenskt nafn
Engjavíðir*
Ætt
Víðiætt (Salicaceae).
Samheiti
Salix glaucophylloides Fernald.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómgunartími
Apríl-júní.
Hæð
0,3-5 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, allt að 0,5 m hár (myndar stundum þykkni með stofnbrotum eða sveiggræðslu). Greinar (stundum mjög brothættar við grunninn) rauðbrúnar eða gulbrúnar, ekki eða mjög lítið bláleitar (lítið eða mjög mikið glansandi), hárlausar eða ullhærðar. Ársprotar rauðbrúnir eða gulbrúnir, hárlausir eða lítt- til þétt-ullhærðir, (brum lík og á selju).
Lýsing
Axlablöð mjög smá eða laufblaðakennd við allra fyrstu laufblöðunum, laufblaðakennd við laufblöð sem vaxa síðar, hvassydd eða odddregin. Laufleggur með grunna gróp eða hvelfdur til flatur á efra borði, 3,5-7,5-13 mm, (stundum með 2 kúlulaga kirtla efst) ullhærður, lóhærður, langhærður eða dúnhærður á efra borði, stærstu laufblöðkurnar eru mjó-aflangar, mjó-oddbaugóttar, oddbaugóttar eða öfuglensulaga, 35-61,3-110 x 11-16-46 mm, 2-2,7-5,2 sinnum lengri en þær voru breiðar, bogadregnar við grunninn, hálf-hjartalaga eða fleyglaga, jaðrar flatir eða ögn niðurorpnir, (þykkir eða upphleyptir), bogtenntir eða sagtenntir, odddregnir, hvassyddir eða bogadregnir í oddinn. Neðra borð er oftast mjög bláleitt, hárlaust eða langhært, aðalæðastrengurinn dúnhærður til lóhærður, hár (hvít, oft líka ryðlit) bogin, bylgjuð eða bein, dálítið glansandi á efra borði, hárlaus eða langhærð, aðalæðastrengurinn lítið eitt dúnhærður (hárin hvít, stundum líka ryðlit), miðja laufjaðrars heil eða sagtennt. Ung lauf hálfgegnsæ, rauðleit eða gulgræn, hárlaus eða ögn dúnhærð á neðra borði, miðstrengurinn oft þétthærður, hárin hvít, stundum líka ryðlit. Karlblóm koma áður en laufin vaxa, kvenblómin koma um leið og laufin. Karlreklar eru kröftugir eða grannir, 23,5-35,6-51 x 9-12,7-22 mm, blómstrandi greinar 1-3,9-10 mm, kvenreklar fáblóma, kröftugir eða grannir, 19-42-62(-85 með þroskuð fræ) x 8-13-18 mm, blómstrandi smágreinar 1,5-5,9-13 mm, stoðblöð blóma brún eða tvílit, 1,2-1,8-3 mm, bogadregin eða ydd í oddinn, stundum tennt, hærð á ytra borði, hárin bein eða bylgjuð. Hunangskirtill karlblóma mjó-aflangur, ferkantaður eða egglaga, 0,44-0,48-1,4 mm, frjóþræðir afmarkaðir, hárlausir. frjóhnappar gulir, (oddvala eða hnöttóttir), 0,52-0,69-0,76 mm langir. Hunangskirtill kvenblóma aflangur, mjó-aflangur, kantaður eða flöskulaga, 0,56-0,8-1,4 mm, styttri en leggur egglegsins, sá leggur er 0,96-1,7-3,4 mm, eggleg er perulaga, hárlaust, trjónan ögn útblásið neðan við stílinn, eggbú 12-14 í hverju egglegi, stíll (stundum afmarkaður) 0,3-0,8-1,3 mm. Fræni er flatt, ekki með nabba á ytra borði, með bogadreginn eða hvassyddan odd, mjó-sívalt, 0,24-0,43-0,56 mm. Fræhýði 5-7-11 mm.&
Uppruni
NA N-Ameríka.
Heimildir
= www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=1&taxon-id=242445795,
Fjölgun
Sumar- og vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð.
Reynsla
Gömul planta í Lystigarðinum, kelur lítið eða ekkert.