Salix myrsinifolia

Ættkvísl
Salix
Nafn
myrsinifolia
Ssp./var
ssp. borealis
Höfundur undirteg.
(Fr.) Hyl.
Íslenskt nafn
Viðja
Ætt
Víðiætt (Salicaceae).
Samheiti
Réttara: Salix borealis Nas.
Lífsform
Lauffellandi runni - lítið tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
5-11 m
Vaxtarlag
Stór runni eða lítið, einstofna tré. Ársprotarnir eru hvítloðnir.
Lýsing
Laufin þykk, ljósgræn (ekki blágræn) á neðra borði, fínhærð á neðra borði og oftast ofan, dökkna dálítið þegar þau eru þurruð. Aðlagrein rekla oftast með stór lauf. Fræhýði oftast loðin.Miðað við aðaltegund er viðjan með hvítloðnari árssprota og þétthærðari blöð sem eru loðin á neðra borði (sbr. Virtuella Floren)- sjá nánar lýsingu á aðaltegund.
Uppruni
N Evrópa.
Sjúkdómar
Blaðlús, maðkur.
Heimildir
= 9, H.Kr. 2010 Íslenska plöntuhandbókin.
Fjölgun
Sumar- og vetrargræðlingar, (sáning).
Notkun/nytjar
Í limgerði, í skjólbelti, í þyrpingar, sem stakstæður runni. Notuð víða um land í skjólbelti og limgerði af ýmsum stærðum og gerðum, þolir mjög vel klippingu. Vex í mýrum og rökum skógum.
Reynsla
Hefur verið lengi í ræktun hérlendis og reynst prýðisvel um allt land eða svo gott sem. Hæsta viðja sem vitað er um á Akureyri var mæld 11 m í Hafnarstræti 1981.
Útbreiðsla
Viðja er ræktu víð í görðum og í skjólbelti, sáir sér þaðan t.d. meðfram ám, vegum og í graslendi.