Salix ovalifolia

Ættkvísl
Salix
Nafn
ovalifolia
Íslenskt nafn
Baugavíðir
Ætt
Víðiætt (Salicaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómgunartími
Júní-ágúst.
Hæð
2-5 sm
Vaxtarlag
Smávaxinn runni, 2-5 sm hár, með grannar, skríðandi og neðanjarðar greinar.
Lýsing
Engin stoðblöð. Laufin öfugegglaga til oddbaugótt, snubbótt eða nokkuð hvassydd, ljós á neðra borði, heilrend, ögn hvíthærð neðst á jaðrinum. Reklar stuttir og sverir, stoðblöð öfugegglaga eða bogadregin, brún, með með löng, hvít hár. Fræhýði hárlaus, oftast bláleit með breiðan bogadreginn grunn, dregst snögglega í mjóan, snubbóttan odd. Stíll um 0,5 mm langur, grannur.&
Uppruni
Yukon, Alaska, Asía (Chukotka, Rússland).
Heimildir
= 23, https:/books.google.is/books?id=I-KRof-0pX4C&pg=PA77&lpg=PA77&dq=salix+arctolitoralis&source=bl&ots.....
Fjölgun
Vetrar- og sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir.
Reynsla
Er ekki í Lystigarðinum.