Salix purpurea

Ættkvísl
Salix
Nafn
purpurea
Íslenskt nafn
Purpuravíðir
Ætt
Víðiætt (Salicaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fræflar rauðir, verða blásvartir.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
1,5-3 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, allt að 5 m hár í heimkynnum sínum. Börkur grár, ársprotar grannir, dúnhærðar í fyrstu, síðar hárlausir, síðar gljáandi, oftast purpuralitar á unga aldri.
Lýsing
Lauf í pörum, gagnastæð eða nær gagnstæð 2-10 x 1-3 sm, lensulaga-aflöng, hárlaus, matt-blágræn á efra borði, en fölari og nær hárlaus á því neðra, blaðstilkar mjög stuttir, axlablöð smá eða engin. Reklar legglausir og birtast fyrir laufgun, mjó-sívalir, oft bognir, 1,5-3 sm. Fræflar 2, samvaxnir, rauðir, verða purpurasvartir. Eggleg lítil, legglaus, hærð, mjó.&
Uppruni
Evrópa, N Afríka til M Asía, Japan.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumar- og vetrargræðlingar, (sáning).
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í beð, í raðir.
Reynsla
Hefur reynst þokkalega í garðinum en kelur nokkuð en þó mismikið milli ára (K: 0.5-2.5)