Salix reticulata

Ættkvísl
Salix
Nafn
reticulata
Íslenskt nafn
Netvíðir
Ætt
Víðiætt (Salicaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Kvenreklar purpuralitir, fræflar verða rauð-purpura.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
10-20 sm
Vaxtarhraði
Hægvaxta.
Vaxtarlag
Dvergvaxinn, skriðull runni, allt að 15 sm hár. Stönglar eru skríðandi, myndar góða breiðu með árunum. Ársprotar stinnir, hárlausir, brúnir.
Lýsing
Laufin 1-4 sm, kringlótt-egglaga, grunnur hjartalaga, bogadregin í oddinn, hrukkótt, dökkgræn ofan, hvít neðan, næstum hárlaus beggja vegna, heilrend, með djúplæga æstrengi. Laufleggur 5-15 mm, engin axlablöð. Reklar uppréttir, 1-3 sm á lauflausum leggjum, koma á eftir laufunum. Hunangskirtillinn er bollalaga.
Uppruni
N Evrópa, N Amerika, N Asía. (Tempraði hluti norðurhvels.)
Sjúkdómar
Getur orðið fyrir ryðsveppasýkingu.
Harka
1
Heimildir
= 1,https://www.rhs.org.uk/Plats/16285/Salix-reticulata/Details?returnurl=%2Fplants%2Fsearch-results%3Fform-mode%3Dfalse%26....., www.mountainwoodlands.org/net-leaved-villow.asp
Fjölgun
Sumar- og vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í brekkur, í þekju, í beðkanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær gamlar plöntur, sem kala ekkert og þrífast vel. Harðgerður dvergrunni, hefur reynst mjög vel norðanlands.