Salix rotundifolia

Ættkvísl
Salix
Nafn
rotundifolia
Íslenskt nafn
Nótarvíðir
Ætt
Víðiætt (Salicaceae).
Samheiti
S.dodgeana, S.phlebophylla
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 10 sm
Vaxtarlag
Lauffellandi dvergrunni, allt að 10 sm hár. Ársprotar ólífugrænir, skríðandi, ekki rótskeyttir.
Lýsing
Lauf um 4 á hvern sprota, 0,5-1,5 sm í þvermál, kringlótt, hálf-hjartalaga við grunninn, ljósgræn, hærð í fyrstu en verða hárlaus, grunnur smásagtenntur. Laufleggur 2-3 mm, oftast engin axlablöð. Reklar stuttir, 3-blóma. Kvenblóm með einn stakan hunangskirtil, eggleg hárllaus.
Uppruni
Hemskautahluti Rússlands, Yukon, Alaska.
Harka
2
Heimildir
= 1, www.efloras.org/Florataxon.aspx?flora-id=1&taxon-id=250095322
Fjölgun
Sumar- og vetrargræðlingar. Fræi er sáð um leið og það þroskast.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í brekkur, í beðkanta, sem þekjuplanta.
Reynsla
Er ekki í Lystigarðinum. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.