Salix schwerinii

Ættkvísl
Salix
Nafn
schwerinii
Íslenskt nafn
Kólymavíðir
Ætt
Víðiætt (Salicaceae).
Samheiti
S. dailingensis Y.L.Chou & C.Y.King; S. gmelinii Pallas; S. viminalis L. v. gmelinii Turczaninow
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Frjóhnappar gullgulir, verða brúnir.
Blómgunartími
Apríl-maí.
Hæð
Allt að 10 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni eða lítið tré, allt að 10 m hátt, börkur grágrænn. Smágreinar hárlausar eða dúnhærðar þegar þær eru ungar.
Lýsing
Brum gul eða rústrauðleit, egglaga-aflöng, langhærð. Axlablöð mjó lensulaga til sigðlaga, tennt. Laufleggur 5-12 mm, silkidúnhærður, blaðkan band-lensulaga, 15-20 sm, þétt langsilkidúnhærð neðan, silfurglansandi, að ofan eru hún mattgræn, hárlaus eða ögn dúnhærð, grunnur fleyglaga, jaðar heilrendur eða ögn bugðóttur, stundum innundinn, blaðkan er odddregin eða hvassydd. Blómin koma á undan laufunum eða um leið og þau. Karlreklar eru aflang-eggvala, 2-3 sinnum um 1,5 sm, legglausir. Stoðblöð brúnleit aflöng-egglaga, með löng, gisin hár eða dúnhærð, oddur svartur, snubbóttur eða yddur. Karlblóm með 1 kirtil, 2 fræfla, frjóþræðir greinilegir, sjaldan samvaxnir við grunninn, hárlausir. Frjóhnappar gullgulir, verða brúnir. Kvenreklar með kirtil eins og karlblómin, eggleg eggvala eða egg-keilulaga, þétt silkidúnhærð, legglaus eða næstum legglaus. Stíll 0,3-2 mm um 1/2 lengd egglegsins, lengri en frænið. Fræni 2-klofið eða næstum heilt.
Uppruni
Kína, Japan, Kórea, Mongólía, A Síbería.
Heimildir
= www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Salix+schwerinii, www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=3&taxon-id=210001985
Fjölgun
Fræi er sáð um leið og það þroskast. Sumar- og vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í raðir, í runnabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur/tvö kvæmi frá Síberíu, sem voru gróðursett í beð 1994, hafa kalið talsvert gegnum árin.