Salix viminalis

Ættkvísl
Salix
Nafn
viminalis
Íslenskt nafn
Körfuvíðir
Ætt
Víðiætt (Salicaceae).
Samheiti
Salix rossica Nasarow
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Grænleitur, frjóhnappar gulir.
Blómgunartími
Snemma vors.
Hæð
4-6 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, allt að 6 m hár eða hærri. Ársprotar langir, beinir, sveigjanlegir, grá-ullhærðir í fyrstu en verða fljótt hárlausir, ólífubrúnir til gulbrúnir. Brum egglaga, verða hárlaus, gul rauð-brún.
Lýsing
Lauf 10-18 x 0,5-2 sm, bandlaga, langydd, græn og dálítið dúnhærð á efra borði, silurlit, þétt silkihærð á neðra borði, jaðrar uppundnir, stundum bylgjótt. Blaðleggir allt að 1 sm, axlablöð bandlaga 10 x 2 mm, ekki til staðar á litlum greinum. Reklar koma fyrir laufgun, næstum legglausir, Stoðblöð reklanna smá, rekilhreistur öfugegglaga, svartbrún.Fræflar 2, ekki samvaxnir, allt að 1 sm. Eggleg hærð, stíllinn hálf lengd egglagsins.
Uppruni
Evrópa - NV Asía.
Harka
4
Heimildir
= 1, www.britishhardwood.co.uk/salix-viminalis-common-osier-willow/174/
Fjölgun
Sumar- og vetrargræðlingar, fræi sáð um leið og það hefur þroskast.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í raðir, sem stakstæður runni.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til nokkrar plöntur undir þessu nafni, tvær gamlar sem kala lítið eða ekkert, önnur sem kom sem græðlingur 1978, lítið eða ekkert kal og ein planta sem kom sem græðlingur úr Síberíusöfnun (SÍB-10-04), kal 3-1,5. Hefur verið lengi í ræktun bæði hér í garðinum og víðar um land. Vex vel en kelur mismikið á milli ára, mjög mikið suma vetur.