Salix viminalis

Ættkvísl
Salix
Nafn
viminalis
Ssp./var
ssp. rossica
Höfundur undirteg.
(Nasarow) N.N.Tzvelev
Íslenskt nafn
Þingvíðir
Ætt
Víðiætt (Salicaceae).
Samheiti
Salix rossica Nas. ex Nasarov, S. viminalis v. rossica (Nasarow) Evarts
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómgunartími
Snemma vors.
Hæð
Allt að 8 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, oftast 6-8 m hár, vex eins og tré í miðhluta V Síberíu og getur náð allt að 20 m hæð. Ársprotar ólífugrænir eða grábrúnir, grennri en ársprotarnir á aðaltegundinni, stutt-dúnhærð í fyrstu en verða fljótt hárlaus eða næstum hárlaus. Viðurinn undir berkinum er ekki hryggjóttur. Brum allt að 5 mm löng, egglaga, gul- eða rauðbrún, dúnhærð í fyrstu, seinna hárlaus.
Lýsing
Lauf allt að 10 sm löng og 0,5-1,5 sm breið, breiðust um miðjuna eða um efsta þriðjung laufsins. Lauf oftast hárlaus ofan, silki-lóhærð neðan. Smálauf næstum slétt, jaðrar áberandi innundnir, ögn bylgjaðir. Laufleggur oft styttri en 1 sm að lengd. Axlablöð mjó, hvassydd, jaðrar kirtilsagtenntir, vaxa oft aðeins á kröftugum sprotum. Reklar koma á sama tíma og laufin, 5-7 sm löng. Eggleg næstum hárlaus, oddbaugótt við grunninn. Fræhýði silki-dúnhærð, 4-5 mm löng, næstum legglaus, fræ þroskast í maí til byrjun júní.
Uppruni
Rússland, Síbería.
Heimildir
www.globalspecies.org/ntaxa/851233, www.biology.lv/lv/files/Zinatne/Acta-Biologica-Universitatis-Daugavpilensis/Acta-Biologica-4-1/Bunders1.pdf
Fjölgun
Sumar- og vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð trjá- og runnabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til fjórar plöntur undir samnefninu Salix rossica Nas., tvær frá 1978, ein frá 1982 og ein frá 1983, allar kala lítið eitt.