Salvia hians

Ættkvísl
Salvia
Nafn
hians
Íslenskt nafn
Kasmírsalvía
Ætt
Varablómaætt (Lamiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Blár.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
100 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 100 sm há. Stönglar uppréttir, sterklegir, dúnhærðir.
Lýsing
Laufin allt að 25 sm, með legg, óskipt, egglaga til lensulaga, hvassydd, grunnur hjartalaga til spjótlaga eða þverstýfð, jaðar tenntur, laufleggur allt að 25 sm. Blómin í 2-6 blóma krönsum, kransarnir strjálir, í greindum eða ógreindum, axkenndum klösum, stoðblöðin hjartalaga, mjóhvassydd. Bikar allt að 15 mm, bjöllu- til trektlaga, kirtil-dúnhærð, efri vörin þverstýfð til 3-tennt, tennur smáar. Króna allt að 4 sm, blá, oft með hvítan enda, pípan stendur framúr, útblásin efst, hringlaga-dúnhærð að innan. Efri vörin samandregin og sigðlaga. Aldin allt að 4 mm, eggvala til oddvala.
Uppruni
Indland.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, í þyrpingar.
Reynsla
Meðalharðgerð-harðgerð, oft fremur skammlíf.