Salvia nemorosa

Ættkvísl
Salvia
Nafn
nemorosa
Íslenskt nafn
Skógarsalvía
Ætt
Varablómaætt (Lamiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fjólublár til purpura (stöku sinnum hvítur til bleikur.)
Blómgunartími
Júlí-ágúst (-september).
Hæð
80-100 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 100 sm há. Stönglar uppréttir, mikið greindir, 4-kantaðir, dúnhærðir.
Lýsing
Laufin allt að 10 x 4 sm, legglaus eða með legg, heil, egglaga eða lensulaga til aflöng, mjókk smátt og smátt í oddinn, grunnur snubbóttur eða hjartalaga, jaðar skörðóttur, hrukkóttur og kirtil-dúnhærður, laufleggur allt að 4 sm. Blómkransar 2-6 blóma, um það bil, í þéttum, endastæðum stinnum, greinóttum öxum allt að 40 sm, blómleggir allt að 3 mm, stoðblöð allt að 10 x 6 mm, langæ, sköruð, egglaga, mjó-hvassydd, grunnur snubbóttur, fjólublá til purpura. Bikar allt að 6 mm, pípulaga til bjöllulaga, útvíkkaður þegar aldinin þroskast, dúnhærður, efri vörin sigðlaga. Krónan fjólublá eða purpura, eða stöku sinnum, hvít til bleik, pípan allt að 7 mm, útvíkkuð ofan til, efri vörin allt að 5 mm, hálfsigðlaga.
Uppruni
Evrópa - M Asía.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð.
Reynsla
Þarf uppbindingu, fremur viðkvæm og oftast skammlíf í ræktun (HS).
Yrki og undirteg.
Fjölmörg yrki eru í ræktun.