Salvia sclarea

Ættkvísl
Salvia
Nafn
sclarea
Íslenskt nafn
Ljómasalvía
Ætt
Varablómaætt (Lamiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt eða tvíær.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rjómalitur og lilla til bleikur eða blár.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
- 100 sm
Vaxtarlag
Fjölær eða tvíær jurt, allt að 100 sm há. Stönglar uppréttir mikið greindir, 4-kantaðir, hrjúfir, kirtildúnhærðir.
Lýsing
Lauf allt að 23 x 12 sm, legglaus eða með legg, heil, egglaga-aflöng, grunnur gegnvaxinn eða hjartalaga, jaðrar skörðóttir til trosnaðir, hrukkótt, laufleggur allt að 9 sm, lóhærður. Blómin í 2-6 blóma krönsum, gisin, í margblóma skúf eða klasa, blómleggir allt að 3 mm, stoðblöð allt að 35 x 25 mm, íhvolf, egglaga, mjó-hvassydd, randhærð, himnukennd, hvít eða bleik til blápurpura eða lillalit. Bikar allt að 1 sm, egglada til bjöllulaga, víkka út þegar aldinið þroskast, hrukkótt, kirtil-pikkuð, dúnhærð, efri vörin íhvolf, broddydd-þrítennt, með gróp, tennur á neðri vör mjó-hvassydd eða með týtu til þyrnitennt. Króna allt að 3 sm, rjómalit og lilla til bleik eða blá, pípan innilukt, útþanin ofantil, hreistruð, efri vör samandregin og sigðlaga. Aldin allt að 3 x 2 mm.
Uppruni
Evrópa - M Asía.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.