Sambucus callicarpa

Ættkvísl
Sambucus
Nafn
callicarpa
Íslenskt nafn
Alaskayllir
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Samheiti
S. racemosa v. callicarpa (Greene) Jeps.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Gulhvítur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
2-3 m
Vaxtarhraði
Vex hratt.
Vaxtarlag
Uppréttar greinar, sveigjast niður á við til endann.
Lýsing
Blöðin stakfjöðruð með 5-7 smáblöð, hvert smáblað 10 x 2 sm, nær stilklaus, aflöng-lensulaga, grófsagtennt, aðeins dúnhærð á neðra borði. Blómin gulhvít í puntlíkri blómskipan sem verður um 10 sm í þvermál.
Uppruni
V N-Ameríka.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumar og vetrargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Stakstæður runni, í þyrpingar, undirgróður undir stærri tré.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem kom úr gróðrarstöðinn Mörk 1980 og var gróðursett í beð það sama ár. Kelur mjög lítið. Hefur reynst vel.