Sambucus pubens

Ættkvísl
Sambucus
Nafn
pubens
Íslenskt nafn
Dúnyllir
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur - gulur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
2-4 m
Vaxtarlag
Uppréttur, grófgerður, fyrirferðarmikill, dúnhærðir árssprotar með brúnum korkvörtum, hvítur mergur.
Lýsing
Blómskipan keilumynduð, allt að 7 sm að lengd, blómstilkar dúnhærðir, þefill blóm. Smáblöðin 5-9 reyndar oftast 7, dúnhærð, hvassar reglulegar tennur, egglaga eða lensulaga, 3-7 sm að lengd. Aldin 5 mm skarlatsrautt ber, fræ talin eitruð en eftirsótt af fuglum.
Uppruni
N Ameríka.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumar- og vetrargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í blönduð beð, sem stakstæður runni.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein gömul planta undir þessu nafni, kelur lítið. Harðgerð tegund, þurftafrek, ekki vindþolin, kelur stundum allnokkuð. Hentar vel norðan og austan við hús á skugg- og skjólsæla staði. Víða í görðum á Akureyri.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki í ræktun erlendis en fá þeirra ef nokkur í ræktun hérlendis svo sem 'Dissecta' sem er með flipóttu laufi, 'Maxima' er með áberandi stórri blómskipan, 'Leucocarpa' er með hvítum berjum og 'Xanthocarpa' með gulleitum berjum (=1).