Sambucus racemosa

Ættkvísl
Sambucus
Nafn
racemosa
Íslenskt nafn
Rauðyllir
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Fölgrænn-gulhvítur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
2-3,5 m
Vaxtarlag
Uppréttar grófgerðar greinar, fyrirferðarmikill, hvítur mergur.
Lýsing
Líkur dúnylli en þekkist meðal annars á hárlausum blómstilkum, árssprotum og blöðum, smáblöð oftast 5, rauð ber um 4-5 mm í þvermál.
Uppruni
M Evrópa, L Asía, Síbería, V Asía.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumar- og vetrargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, sem stakstæður runni.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1982 og gróðusett í beð 1984 og önnur sem kom úr gróðrarstöð 1988 og gróðursett í beð 1989. Sú síðarnefnda hefur kalið talsvert gegnum árin. Meðalharðgerð planta, sem laufgast mjög snemma á vorin og því viðkvæmur fyrir vorhretum, þarf gott skjól.
Yrki og undirteg.
Mikill fjöldi yrkja í ræktun erlendis. 'Laciniata' og 'Plumosa' með skiptu laufi eru til í garðinum og þrífast þokkalega.