Sambucus sachalinensis

Ættkvísl
Sambucus
Nafn
sachalinensis
Yrki form
'Laciniata'
Íslenskt nafn
Eyjayllir
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Hálfskuggi (sól).
Blómalitur
Hreinhvítur.
Blómgunartími
Júní- júlí.
Hæð
1,8-2,4 m
Vaxtarlag
Uppréttur, brúskkenndur runni. Laufin dökkgræn, glansandi.
Lýsing
Laufin sumargræn, dökkgræn, stakfjöðruð, stakstæð, egg-lensulaga, sagtennt og með lauflegg. Blómin hvít, í klasa, ilma mikið. Berin rauð í klösum.Hægt að nota í vín eins og aldin svartyllisins.
Uppruni
Sakhalin.
Sjúkdómar
Viðkvæmur fyrir hunangssvepp.
Heimildir
www.plant-world-seeds.com/store/view-seed-item/1187?itemname=SAMBUCUS+SACHALINENSIS, en.hortipedia.com/wiki/Sambucus-sachalinensis,www.pflanzen-ries.de/Gartencenter-Muechen/Blumen-Pflanzen/Gartenplanung/Baeume/Baumschule-Gartenbau/lexikon.pphp?id=6135
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð trjá- og runnabeð. Runninn er ræktaður vegna ilmsins. Þolir allt að -23°C.