Sambucus sieboldiana

Ættkvísl
Sambucus
Nafn
sieboldiana
Íslenskt nafn
Japansyllir
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Gulhvítur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
- 6 m
Vaxtarlag
Runni eða lítið tré, allt að 6 m hátt. Ungar greinar brúnar, hárlausar.
Lýsing
Lauf allt að 30 sm, oftast með 7 til 11 smálauf. Smálaufin 7-20 sm, aflöng til aflöng-lensulaga, mjókka hægt, þétt og smá-sagtennt, ljósgræn, hárlaus. Blómskúfur allt að 7x5 sm, egglaga, endastæð, blómin gulhvít, allt að 4 mm í þvermál. Aldin hnöttótt eða oddvala, 4 mm í þvermál, skarlatsrauð, sjaldan gul eða appelsínugul.
Uppruni
Japan, Kína.
Harka
Z6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð trjá- og runnabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1982 og gróðursett í beð 1984.