Sanguisorba obtusa

Ættkvísl
Sanguisorba
Nafn
obtusa
Íslenskt nafn
Sólkollur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fölbleikur til bleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
60-90 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 50 sm há. Stönglar með ryðrauð dúnhár.
Lýsing
Laufin venjulega með brúna lóhæringu á miðrifinu á neðra borði, með 15-17 smálauf, smálauf 5 x 3 sm, þétt saman, næstum legglaus, egglaga eða oddbaugótt, snubbótt, hjartalaga við grunninn. Blómin fölbleik, í lotnu axi allt að 7 sm löngu. Fræflar allt að 1 sm, ná út úr blóminu, frjóþræðir venjulega bleikir.
Uppruni
Japan.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, raðir, í þyrpingar.
Reynsla
Harðgerð og auðræktuð tegund. Sanguisorba obsusa var. alba er með hvít blóm.