Saponaria officinalis

Ættkvísl
Saponaria
Nafn
officinalis
Íslenskt nafn
Laugafreyðir, (þvottajurt)
Ætt
Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur, rauð eða hvít.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
40-70 sm
Vaxtarlag
Kröftum, næstum hárlaus, fjölær jurt, allt að 60 sm há, með sverar, hvítar, neðanjarðarrenglur.
Lýsing
Laufin egglaga, með 3 áberandi, næstum samsíða æðastrengi. Blómskipunin samþjöppaður kvíslskúfur með almörgum stórum blómum. Bikar um 2 sm, tungukróna um 1 sm, mjó egglaga, næstum heilrend, bleik, rauð eða hvít.
Uppruni
Víða í Evrópu.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar, ýmisar sortir eru í ræktun.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hleðslur, í beð.
Reynsla
Harðgerð, sjaldgæf en þrífst vel, þarf að hefta útbreiðsluna!
Yrki og undirteg.
'Roseo-plena' daufbleik, ofkrýnd, 'Alba-plena' hvít, ofkrýnd blóm.