Saxifraga aizoides

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
aizoides
Íslenskt nafn
Gullsteinbrjótur
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær, sígræn jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Gulur oft með dökkgular dröfnur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
5-20 sm
Vaxtarlag
Laufgaðir sprotar mynda þykka breið eða gisnar þúfur
Lýsing
Lauf 4-22 x 1,5-4 mm, babdlaga til aflöng, ásætin, snubbótt, ydd eða með stuttan brodd, milli- til dökkgræn, ekki bláleit, heilrend eða stöku sinnum með 2 stuttar tennur við endann, oftast kögruð af tannlíkum hárum sem vita fram á við, kalkkirtlar venjulega stakir við oddinn. Blóm stök eða í stuttum, laufóttum klasa með 2-15 blóm. Krónublöð 3-7 mm, venjulega gul, oft með appelsínugulum dröfnum, stundum appelsínugul eða múrsteinsrauð.
Uppruni
Heimskautasvæði í N Ameríku og N Evrópu (Ísland).
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Við tjarnir og læki, í beð og steinhæðir (ef hann er vökvaður vel).
Reynsla
Harðgerð planta. Þarf góðan jarðraka, einkum að vori. Þrífst best í grýttri steinhæð, mót norði eða norðaustri (Köhlein, Saxifragas). Afbrigðin eru bæði gróskumeiri og fallegri en aðaltegundin.
Yrki og undirteg.
var. atrorubens (Bertol) Sternb. Lauf þétthærð á blaðjöðrum. Krónublöð múrsteinsrauð, diskur djúpskarlatsrauður (Heimkynni: Austurríki).var. aurantiaca - Með rauðgulum blómum (ekki í RHS).