Útafliggjandi fjölæringur sem myndar gisnar, lágar þúfur eða breiður.
Lýsing
Hvirfingalauf 3-10 mm löng, lensulaga-spaðalaga, oftast með 3 (sjaldan 5)stórar, snubbóttar tennur og fleyglaga grunn, með strjál kirtilhár eða hárlaus. Stönglar uppréttir, lauflausir, oftastmeð stök blóma.Blómin eru 5-6 mm í þvermál, föl gulgræn. Krónublöðin eru mjög mjó, lítið eitt lengri en bikarblöðin en aðeins um hálf breidd bikarblaðanna.