Saxifraga aphylla

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
aphylla
Íslenskt nafn
Alpasteinbrjótur
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Við læki.
Blómalitur
Fölgulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
2-4 sm
Vaxtarlag
Útafliggjandi fjölæringur sem myndar gisnar, lágar þúfur eða breiður.
Lýsing
Hvirfingalauf 3-10 mm löng, lensulaga-spaðalaga, oftast með 3 (sjaldan 5)stórar, snubbóttar tennur og fleyglaga grunn, með strjál kirtilhár eða hárlaus. Stönglar uppréttir, lauflausir, oftastmeð stök blóma.Blómin eru 5-6 mm í þvermál, föl gulgræn. Krónublöðin eru mjög mjó, lítið eitt lengri en bikarblöðin en aðeins um hálf breidd bikarblaðanna.
Uppruni
Alpafjöll.
Heimildir
encyclopaedia.alpinegardensociety.net/plants/Saxifraga/aphylla, https://www.infoflora.ch/de/flora/970-saxifraga-aphylla.html
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Planta sem lifir hátt til fjalla þar sem leysingavatn úr snjósköflum seytlar um skriður. Talin erfið í ræktun og hefur ekkert skrautgildi.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum. Myndir eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur, óvíst að myndin sé að réttri tegund!.