Saxifraga hirculus

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
hirculus
Íslenskt nafn
Gullbrá
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur/gulrauðdröfnóttur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
6-12 sm
Vaxtarlag
Plöntur með lausa blaðhvirfingu, sem myndar gisna breiðu.
Lýsing
Grunnlaufin 1-3 x 0,3-0,6 sm, mjólensulaga, heilrend, enginn greinilegur laufleggur. Rauðleit, ekki kirtilhærð, hvorki við grunn né í blaðöxlum.Blómstöngull allt að 35 sm (í ræktun, en mun minni til fjalla), með lauf og 1-4 blóm í skúf. Krónublöð 0,9-1,6 x 0,4-0,6 sm, oddbaugótt til öfugegglaga-aflöng, skærgul með rauðgulum dröfnum neðantil, meira en helmingi lengri en bikarblöðin sem eru hárlaus og útstæð.
Uppruni
Ísland, fjöll Evrópu.
Heimildir
2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í blómaengi. Þarf rakan vaxtarstað.
Reynsla
Harðgerð planta, sem þrífst prýðilega í görðum. Bráðfalleg íslensk tegund sem er auðræktuð í steinhæð.
Yrki og undirteg.
S. hirculus v. major er mun stærri eða allt að 30 cm á hæð en ekki vitað um reynslu hérlendis af henni.