Saxifraga irrigua

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
irrigua
Íslenskt nafn
Krímsteinbrjótur
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur (hálfgegnsær).
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
15-20 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt sem myndar toppa eða þúfur af laufguðum sprotum.
Lýsing
Blaðka grunnlauf venjulega 2,5-3 x 3,5-4 sm, nýrlaga eða hálfkringlótt, skipt nær því að grunni í 3 aðalflipa sem aftur eru skiptir í 11-15 aflanga-lensulaga, næstum ydda til broddydda enda. Blómstönglar 10-20 sm, grófgerðir, með með flatan 5-12 blóma klasa á endanum. Krónublöð hvít, 1,2-1,6 sm, öfuglensulaga, endinn næstum yddur.
Uppruni
Krímskagi.
Harka
6
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir og í fjölæringabeð.
Reynsla
Í N10 frá 2003, stutt reynsla, oft talinn skammlífur í ræktun. Ekki í Lystigarðinum 2015.