Saxifraga longifolia

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
longifolia
Íslenskt nafn
Klettakóngur
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær, sígræn jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur, stundum með rauðum dröfnum.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
40-60 sm
Vaxtarlag
Stilkar mjög stuttir, ógreindir, mynda einu sinni blóm og deyja síðan (monocarpic). Myndar eina blaðhvirfingu sem verður allt að 14 sm í þvermál.
Lýsing
Lauf 6-11 x 0,4-0,7 sm, bandlaga, ydd, heilrend, kjötkennd, bláleit, fölgræn, snubbótt, með kjöl á neðra borði, með marga kalkkirtla aðeins á laufjöðrunum. Kalkútfellingar áberandi. Blómstöngull vex upp úr miðri blaðhvirfingunni eftir allmörg ár. Blómskipunin sívalur skúfur, allt að 60 x 15 sm, kirtilhærður. Krónublöð 7 x 4-5,5 mm, öfugegglaga, hvít, stundum með rauðar doppur.
Uppruni
Pyreneafjöll.
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð.
Reynsla
Hefur verið til í garðinum af og til. Mjög fallegur og tignarlegur í blóma. Var sáð í Lystigarðinum 2014 og gróðursettur í beð 2015.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki til í ræktun erlendis. Má þar nefna 'Magnfica' meðblaðhvirfingar allt að 15 sm í þvermál, blómskúfur stór. 'Wapole's Variety' minni með blágráar blaðhvirfingar, blóm í stuttu, hvítblóma axi.