Saxifraga marginata

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
marginata
Íslenskt nafn
Mjallarsteinbrjótur
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær, sígræn jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
3-12 sm
Vaxtarlag
Mjög breytileg tegund.
Lýsing
Lauf öfugegglag til mjóoddbaugótt, 3-13 x 1-5 mm, snubbótt til broddydd, stundum aftursveigð í oddinn, heilrend en með kanthár að minnsta kosti neðst, kalkútfellingar venjulega augljósar. Blómstöngull 3-12 sm hár, endar í litlum, þéttum skúf, oftast 2-8 blóma. Krónublöð 5-15 mm, öfugegglaga, ná ekki saman, hvít en verða stundum bleik með aldrinum.
Uppruni
S-Ítalía, Rúmenía, Balkanskagi.
Harka
7
Heimildir
1,2, Köhlein: Saxifrages
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í steinbeð, í kanta.
Reynsla
Stutt reynsla var í N11 frá 2003, dauð fyrir löngu. Sáð aftur í Lystigarðinum 2012 og gróðursettur í beð (J5-BAB33) 2015.Oftast skammlífur enda tvíær! eða lifir í 2-3 ár.
Yrki og undirteg.
var. rochelinana (Sternb.) Engl. & Irmsch. Greinist varla frá aðaltegundini, stuttir laufóttir stönglar með stærra lauf.var. coriophylla (Griseb.) Engl. Langir laufgaðir stönglar, lauf lítil.