Saxifraga nathorstii

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
nathorstii
Íslenskt nafn
Grænlandssteinbrjótur
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær, sígræn jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
5-10 sm
Vaxtarlag
Gisun breiðumyndandi planta, ekki með renglur en með stöngulsprotumfrá stöngulstofni. S. nathorstii vex aðeins á NA Grænlandi. Líklega blendingur milli vetrarblóms (S. oppositifolia) og gullsteinbrjóts (S. aizoides), sem er millistig milli þessara tegunda hvað útlit snertir, hvenær hann blómstrar og með tilliti til umhverfisþátta.
Lýsing
Laufin (eru ekki sköruð) gagnstæð, þau efstu stakstæð, laufleggur er enginn, laufblaðkan öfuglensulaga til oddbaugótt, ekki með flipa, 5-9 mm, kjötkennd, jaðrar heilrendir, kögaðir með 1(-3) kalkkirtla, snubbótt í oddinn, hárlaus á efra borði. Blómin stakstæð, stundum í 2-blóma skúf, ekki með stoðblöð, 3-4 sm, hárlaus. Bikarblöð upprétt, egglaga, randhærð, hárlaus á efra borði. Krónublöð laxbleik eða lifrauð, stundum rauð eða appelsínugul, sjaldan gul, stundum með fjólubláa slikju, ekki doppótt, öfugegglaga til öfuglensulaga, 12-15 mm, lengri en bikarblöðin, eggleg að 1/4 yfirsætin.
Uppruni
NA Grænland.
Heimildir
6, www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=1&taxon-id=250092005
Fjölgun
Skipting eftir blómgun, sáning.
Notkun/nytjar
Vex í mýrum á heimskautasvæðum, rakri túndru, meðfram ám, við uppþornaðar tjarnir.
Reynsla
Harðgerð planta, hefur oftast reynst vel hérlendis.