Saxifraga nelsoniana

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
nelsoniana
Íslenskt nafn
Kirtilsteinbrjótur*
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Samheiti
Micranthes nelsoniana (D.Don) Small.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur-lillalitur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
22-33 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt með tiltölulega þéttan, endastæðan brúsk hjartalaga laufa.
Lýsing
Blómleggur 22-33 sm hár. Laufleggur 4-10,7 sm, kirtil-langhærður, blaðkan nýrlaga, 1,6-5,5 x 1,9-6,5 sm, kirtildúnhærð á efra borði, handstrengjótt, jaðar með 19-21 tönn, kirtilrandhærður, tennur breið-egglaga. Blómskipunin skúfur, 5-15 sm, með 30-52 blóm, greinar og blómleggir kirtilhærð. Blómbotn um 0,6 mm, hárlaus. Bikarblöð aftursveigð, egglaga til breið-egglaga, 0,7-1,3 x 0,7-1 mm, hárlaus. Krónublöð hvít eða lillalit, egglaga, 2,1-2,7 x 1,6-1,8 mm, eintauga, grunnur samandreginn í nögl 0,5-0,7 mm, krónublöðin oddnumin. Fræflar 2-3 mm, frjóþræðir kylfulaga. Frævan hálfyfirsætin til yfirsætin, samvaxin aðeins við grunninn, purpuralit eða græn, keilulaga með hunangskraga við grunninn. Stílar uppréttir eða ögn útstæðir, 0,2-0,5 sm, fræhýði upprétt eða ögn útstæð, flöskulaga, 5-6 mm.
Uppruni
Kína, Mongólía, Kórea, Rússland, N-Ameríka.
Heimildir
www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=2&taxon-id=241000331, www.alaskawildflowers.us/Kingdom/Plantae/Magnoliophyta/Saxifragaceae/Saxifraga-nelsoniana/index.htlm
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Í rjóðrinu (F1-C07 930328) og þrífst vel þar.