Saxifraga nivalis

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
nivalis
Íslenskt nafn
Snæsteinbrjótur
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
5-20 sm
Vaxtarlag
Blöðkur grunnlaufa 1-4 sm, egglaga, tígullaga eða næstum kringlótt, mjókka í breiðan lauflegg, oftast með nokkur rauðbrún hár á jöðrunum eða á neðra borði, jaðar bogtenntur eða tenntur.
Lýsing
Blómstöngull 5-20 sm, meira eða minna lauflaus, ógreindur eða greindur efst í samþjöppuðum eða stöku sinnum strjálblóma skúf, með áberandi mjó stoðblöð. Krónublöð lítið eitt lengri en bikarblöðin, aflöng til öfugegglaga, hvít, oftas með bleikan odd. Frjóþræðir bandlaga. Eggleg hálfyfirsætið.
Uppruni
Pólhverf, með útbreiðslu suður á bóginn í N Norður-Ameríku, M Evrópu & Altai-fjöllum.
Heimildir
2
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, norðan í móti.
Reynsla
Íslensk planta hefur lifað allmörg ár Í Lystigarðinum. Til einnar plöntu var sáð 1992 og hún gróðursett í beð 1993 og til annarrar var sáð 2006 og hún gróðursett í beð 2007. Allar þrífast vel.