Saxifraga oppositifolia

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
oppositifolia
Íslenskt nafn
Vetrarsteinbrjótur, vetrarblóm, lambarjómi
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær, sígræn jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur til djúppurpura, sjaldan hvítur.
Blómgunartími
Apríl-maí.
Hæð
5 sm
Vaxtarlag
Greinóttir laufgaðir sprotar sem mynda breiðu eða gisnar þúfur.
Lýsing
Lauf gagnstæð, yfirleitt 2-5 x 1,5-2 mm, oddbaugótt eða öfugegglaga, ydd eða bogadregin, heilrend en með þornhár að minnsta kosti við grunninn, kalkkirtlar 1-5, mynda mismikla kalkútfellingu. Blómstöngull 1-2 sm, blómim stök. Krónublöð um það bil 5-12 x 2-7 mm, öfugegglaga til oddbaugótt-aflöng, bleik til djúppurpuralit (sjaldan hvít), verða fjólublá með aldrinum.
Uppruni
Kringum norðurhvel, Altaifjöll, Himalaja, (Ísland).
Harka
2
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir.
Reynsla
Harðgerð planta, er til í garðinum og þrífst þar vel. Allmargar íslenskar plöntur eru til, þrífast vel.
Yrki og undirteg.
Mjög breytileg tegund sem skipt hefur verið í nokkrar deilitegundir t.d. ssp. oppositifolia. Laufgaðir sprotar mynda breiðu. Lauf venjulega aflöng til mjó-öfugegglaga, hærð á jöðrum fram í odd. Blómstönglar vel þroskaðir. Hár á bikarblöðum ekki kirtilhár. Krónublöð venjulega 7-12 mm Heimk.: Pólhverf (2).ssp. rudolphiana (Koch) Engl. & Irmscher. Laufgaðir sprotar stuttir, þéttir, myndar þéttar, flatar þúfur. Lauf < 2mm löng, aflöng til öfugegglaga, hár aðeins neðan miðju. Blómstönglar mjög stuttir, næstum engir. Bikarblöð með kirtilhár. Krónublöð 5-7 mm löng. Heimk.: Alpafjöll (2).Yrki sem nefnd eru í RHS eru: 'Alba'. Blómviljugt yrki með hvít blóm, krónublöð mjó. 'Latina'. Silfurgrátt lauf, djúprósbleik blóm.'Skye Form'. Lauf smá, blóm skær rauðrófupurparlit.'Splendens'. Kraftmikil planta með purpuralit blóm.'Vaccarina'. Blómin djúp rauðpurppura.'Wetterhorn'. Blómin rósbleik.