Saxifraga porophylla

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
porophylla
Íslenskt nafn
Ítalíusteinbrjótur
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær, sígræn jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Snemmsumars
Hæð
10 sm
Vaxtarlag
Sprotar stuttir, mynda greinilegar blaðhvirfingar sem mynda þúfu.
Lýsing
Lauf 4-10 x 2-3 mm, öfugegglaga-spaðalaga til aflöng-öfuglensulaga, snubbótt eða með stuttan odd, bláleit, heilrend, kalkkirtlar 5-11, myndar mismiklar kalkútfellingar.Blómstönglar 3-8 sm, þéttlaufugir, blómin 4-7 (sjaldnar að 12), að minnsta kosti sum þeirra legglaus í grönnum klasa. Krónublöð um það bil 1,5 mm, öfugegglaga, hvít, stundum með bleikar rákir, verða bleik með aldrinum.
Uppruni
Ítalía (Appennínafjöll).
Harka
6
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í steinbeð, í ker. Hentar best basískur jarðvegur.
Reynsla
Ekki til í LA eins og er.