Myndar gisnar þúfur af laufóttum, 3-6 sm löngum sprotum, sem eru með áberandi visið lauf við grunninn.
Lýsing
Lauf 1 x 1,5 sm, lítt hærð, djúpskipt í 3-5 hluta. Blómstöngull uppréttur, 6-12 sm, með 1-3 hvít blóm.
Uppruni
Pýreneafjöll, NV Spánn.
Heimildir
2 + Köhlein, Saxifragas
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Steinhæðir, í fjölæringabeð, sem undirgróður.
Reynsla
Harðgerð planta, vex vel í Grasagarði Reykjavíkur. (H.Sig).Ekki í ræktun í Lystigarðinum sem stendur.Vex á grýttum bökkum fjallavatna og í sírökum snjódældum og/eða skuggsælum stöðum í heimkynnum sínum.Vel þess virði að rækta við réttar aðstæður.