Saxifraga rivularis

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
rivularis
Íslenskt nafn
Lækjasteinbrjótur
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, raklendi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní- júlí.
Hæð
3-15 sm
Vaxtarlag
Stönglar mynda þéttan topp eða þétta þúfu. Æxliknappar í blaööxlum grunnlauf fara að vaxa fyrir blómgun og mynda grannar renglur, sem mynda nýjar plöntur á endum renglanna. Blöðkur grunnlaufa oftast 0,5-1,2 x 0,9-1,7 sm, hálfkringlótt eða nýrlaga, skipt í 3-7 breið-egglaga, snubbótta flipa. Laufleggurinn er 2-6 x lengri en blaðkan, með slíður neðst.
Lýsing
Blómstöngull 3-15 sm, oftast með eitt blóm, en greinist stundum frá miðju og ber 2-5 blóm á löngum legg. Krónublöð 4-5 mm, öfugegglaga, hvít, stundum með hvíta slikju. Eggleg að minnsta kosti 1/3 yfirsætið.
Uppruni
Pólhverf, V Norður-Ameríka.
Heimildir
2
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, norðan í móti.
Reynsla
Íslensk eintök hafa lifað í Lystigarðinum í allmörg ár.