Saxifraga sachalinensis

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
sachalinensis
Íslenskt nafn
Sakalínsteinbrjótur
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær, sígræn jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Mjólkurhvítur-grænleitur.
Blómgunartími
Maí.
Hæð
20-30 sm
Vaxtarlag
Myndar þúfur af fremur stórum, sígrænum blöðum.
Lýsing
Planta allt að 35 (-50) sm, jarðstöngull stuttur og skástæður. Lauf 3-7 í hvirfingu, bogtennt, nokkuð kjötkennd, egglaga, 3,5-8,0 x 5 sm, dúnhærð, rauðfjólublá neðan, græn ofan. Blómskipunin í gisnum skúf, blómin smá, mörg, mjólkurhvít.
Uppruni
M & S Sakalín.
Heimildir
Köhlein: Saxifrages, www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id =242442757
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð.
Reynsla
Lítt reynd, Í N1-C07 frá 2003. Auðræktuð, lítils virði sem garðplanta en gæti verið áhugaverð fyrir safnara.