Saxifraga spathularis

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
spathularis
Íslenskt nafn
Spaðasteinbrjótur
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Samheiti
Saxifraga umbrosa auct. lusit., non L.
Lífsform
Fjölær, sígræn jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur, rauðdröfnótt.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
10-40 sm
Vaxtarlag
Sígrænn fjölæringur, sem myndar blaðhvirfingar á jarðlægum sprotum sem minna á renglur, myndar gisnar breiður með tímanum.
Lýsing
Laufblaðkan 1,5-5 x 1,2-3 sm, kringlótt til aflöng-sporbaugótt, hárlaus, jaðrar með 5-11 tennur á hvorri hlið (3 eða 4 á smávöxnum plöntum), tennur venjulega hvassyddar en stöku sinnum snubbóttar. Gagnsær kantur um það bil 0,1 mm á breidd. Laufleggur að minnsta kosti sumra laufa lengri en blaðkan, flatur með aðeins fáein randhár.Blómstilkur allt að 50 sm hár. Krónublöð um það bil 5 mm, oddbaugótt, hvít með allmargar rauðar doppur á þeim miðjum og 2 gular bletti við grunninn.
Uppruni
SV Evrópa, Írland.
Harka
H3
Heimildir
2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í kanta.
Reynsla
Var lengi ræktaður sem skuggasteinbrjótur hér áður og fyrr og mjög víða í görðum bæði norðan og sunnanlands. Til eru nokkur gömul eintök í Lystigarðinum, sem þrífast vel.