Saxifraga tricuspidata

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
tricuspidata
Íslenskt nafn
Þyrnisteinbrjótur
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær, sígræn jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur eða rjómahvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
10-15 sm
Vaxtarlag
Sprotarnir mynda breiðu eða lága þúfu.
Lýsing
Lauf 6-15 x 1,5-6,5 mm, öfuglensulaga til öfugegglaga, venjulega með 3 tennur í endann, axlabrum ógreinileg.Blómstönglar 4-24 sm, með gisinn klasa. Krónublöð 4-7 mm, oddbaugótt, þverstýfð við grunninn, hvít eða rjómalit, með gular, appelsínugular eða rauðar doppur frá grunni og upp eftir blaðinu.
Uppruni
Heimskauta- og fjallaplanta frá N Ameríku, Grænland.
Harka
3
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir.
Reynsla
Ein planta er til í Lystigarðinum sem sáð var til 2012 og gróðursett í beð 2015, þrífst vel.