Myndar tiltölulega gisnar þúfur og breiður með tímanum.
Lýsing
Laufin dökkgræn og glansandi. Blaðkan 2 x 3 sm, +/- hálfkringlótt, skipt ¾ að grunni í 3 aðalflipa sem aftur skiptast í 9-17, þríhyrnda ydda hluta sen eru ekki rákóttir á efra borði, skarast. Hliðarfliparnir eru mjög aftursveigðir, þaktir legglausum kirtlum. Blaðstilkur lengri en blaðkan. Blómstönglar allt að 30 sm, í blaðöxlunum með gisinn, 5-15 blóma skúf. Krónublöð 8-11 mm, oddbaugótt-aflöng, hvít.
Uppruni
N Spánn.
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, sem undirgróður.
Reynsla
Harðgerð, auðræktuð og blómviljug tegund. Ekki til í Lystigarðinum.
Yrki og undirteg.
'Variegata' er tiltölulega nýtt yrki með flikrótt lauf.