Saxifraga x apiculata

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
x apiculata
Íslenskt nafn
Nálasteinbrjótur
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær, sígræn jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
10 sm
Vaxtarlag
Blendingur mjallarsteinbrjóts (S. marginata) og helgisteinbrjóts (S. sancta). Þéttar blaðhvirfingar, vex ekki mjög hratt. Myndar góðar breiður með tímanum.
Lýsing
Lauf að 12 mm, band-lensulaga, snubbótt, heilrend, grágræn með dálitlar kalkútfellingar, í þéttum blaðhvirfingum. Blómskipunin 10-12 blóma skúfur, blómin allt að 8 mm í þvermál, gul.
Uppruni
Blendingur.
Harka
6
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð.
Reynsla
Hefur staðið sig vel hérlendis og allvíða í ræktun.
Yrki og undirteg.
'Alba' er með hvít blóm.'Albert Einstein' er harðgerð planta, kröftug með dökkgrænar blaðhvirfingar.'George Mendel' er með fölgul blóm og glansandi, ljógrænar blaðhvirfingar.'Primrose Bee' er með opnar, flatar blaðhvirfingar, glansandi, ljósgræn lauf, blómin stór og fölgul.'Spartakus' er kraftmikil planta, blaðhvirfingar eru þyrnóttar, dökkgræn, lauf er með áberandi kalkútfellingar.