Saxifraga x arendsii

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
x arendsii
Íslenskt nafn
Roðasteinbrjótur
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær, sígræn jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur, rauður, bleikur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
10-20 sm
Vaxtarlag
Myndar púða eða þúfu, sígrænna, "skriðulla" blaðsprota, myndar góðar breiður með tímanum.Talinn vera blendingur af randasteinbrjót (S. exarata), toppasteinbrjót (S. rosacea), mosasteinbrjót (S. hypnoides) og ef til vill fleiri tegundum.
Lýsing
Lauf að 5 sm, mynda reglulegar hvirfingar, fíngerð. Blómstönglar að 20 sm, kirtilhærðir. Blóm hlutfallslega stór í samsettum klasa, krónublöð 10 x 8 mm, breiðegglaga, purpuralit-rósrauð, oftast ljósari eða hvít í grunninn, 5-9 strik-lensulaga stoðblöð.
Uppruni
Garðablendingur.
Harka
6
Heimildir
1 + Köhlein-Saxifragas
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í breiður.
Reynsla
Hefur reynst afar vel. Harðgerð jurt, mikill fjöldi góðra yrkja er í ræktun.
Yrki og undirteg.
Fjölmörg yrki í ræktun, þau sem ræktuð eru í garðinum eru'Blütenteppich'. Vex í ögn rökum jarðvegi og myndar gróskumiklar þúfur, blómviljug. Blómstönglar 10-15 sm, blómin kirsuberjarauðbleik.'Feuerwerk'. Þéttar þúfur, blómgast snemma, blóm rauðrósbleik.'Grandiflora Alba'. Gott yrki og kröftugt. Hvít blóm á um það bil 20 sm háum stönglum.'Purpurmantel'. Kröftugt yrki, hvít blóm á u.þ.b. 20 sm háum blómstönglum.'Purpurteppich'. Myndar þéttar, gróskumiklar þúfur, blóm föl kirsuberjarauð á 15-20 sm löngum blómstönglum.'Roseum Elegans'. Bleik blóm á 8-10 sm háum blómstönglum, myndar mjög þéttar þúfur með tímanum.'Schneeteppich'. Mikill fjöldi hvítra blóma á 15-20 sm háum stönglum, hvert blóm tiltölulega stórt. Myndar þéttar þúfur og góðar breiður með tímanum.'Schöne von Ronsdorf'. Skærrósbleik blóm á 10-12 sm stönglum, upplitast minna en hin yrkin með aldrinum.'Triumph'. Blóm skærdökkrauð, upplitast ekki með aldrinum, á 10-15 sm háum stönglum, þarf ögn rakan, frjóan jarðveg, mjög fallegar, þéttar þúfur, sem eru jafnvel fallega blómlausar.