Saxifraga x eudoxiana

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
x eudoxiana
Íslenskt nafn
Þekjusteinbrjótur
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær, sígræn jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
10 sm
Vaxtarlag
Blendingur S. ferdinandi-coburgi og helgisteinbrjóts (S. sancta) og dregur dám af foreldrum sínum. Sígræn, myndar breiður þéttra blaðhvirfinga.
Lýsing
Lauf að 12 x 2 mm, bandlaga, dökkgræn, ydd, þyrnótt. Blóm í þéttum, nær kúlulaga sveip. Krónublöð gul.
Uppruni
Náttúrulegur blendingur.
Harka
3
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í steinhæðir og víðar.
Reynsla
Blómgast snemma (var til í garðinum áður, lifði í stuttan tíma ekki til eins og er).
Yrki og undirteg.
'Eudoxia' er með ljós gullgul blóm.'Gold Dust' er hraðvaxta með djúpgul blóm.'Haagii' er gamall, harðgerður blendingur (Sünderm. 1908), grófgerður, myndar fljótt þéttar, grænar þúfur. Hver blómstöngull ber 4-5 blóm, krónublöð með djúpgullgulum blæ, minnir á blóm S. coburgii.