Scabiosa caucasica

Ættkvísl
Scabiosa
Nafn
caucasica
Íslenskt nafn
Systrablóm
Ætt
Stúfuætt (Dipsacaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Fölblár.
Blómgunartími
September.
Hæð
50-80 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 60 sm. Stönglar ógreindir eða lítið eitt greinóttir.
Lýsing
Grunnlauf lensulaga, langydd, heilrend, grágræn, hárlaus, stöngullauf fjaðurskert. Blómin fölblá, í geislaformaðri körfu allt að 7,5 sm í þvermál, reifar hærðar.
Uppruni
Kákasus.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð, sem undirgróður.
Reynsla
Harðgerð-meðalharðgerð, mjög góð til afskurðar, blómstrar oft seint norðanlands (meira og minna eftir afbrigðum).
Yrki og undirteg.
'Alba' og 'Miss Willmott' eru með hvít blóm, 'Clive Greves' er með himinblá blóm, 'Ametyst' er með dökkblá blóm, 'Moerheims Blue' með dökkfjólublá blóm, 'Prachtkerl' er með fagurblá blóm svo etthvað sé nefnt.