Scilla verna

Ættkvísl
Scilla
Nafn
verna
Íslenskt nafn
Vorstjörnulilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær laukjurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Ljósfjólublár.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
10-20 sm
Vaxtarlag
Laukar 1-2 sm í þvermál, egglaga.
Lýsing
Blómstilkar stakir eða tveir saman, styttri en laufin. Laufin 2-7 talsins, 3-20 sm x 2,5 mm, bandlaga, sigðlaga, íhvolf, snubbátt, ögn rennulaga, koma um leið og blómin. Blómin 2-12 talsins í nokkuð þéttum, stuttum hálfsveip eða tígullaga klasa, með bandlaga stoðblöð, 5-15 mm. Neðri blómleggir 5-12 mm, uppsveigðir, lengjast dálítið er aldinin þroskast. Blómhlífarblöðin 5-8 x 2-3 mm, mjó aflöng-egglaga, ljósfjólublá, eggleg aflangt, blátt. Aldin næstum hnöttótt hýði með aflöng, svört fræ, hvert með lítinn sepa.
Uppruni
V Evrópa.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Hliðarlaukar, sáning, laukar lagðir í september á 8-10 sm dýpi.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í blómaengi, sem undirgróður.
Reynsla
Harðgerð planta, lítt reynd hérlendis. Ekki í Lystigarðinum, en hefur verið sáð.