Scrophularia nodosa

Ættkvísl
Scrophularia
Nafn
nodosa
Íslenskt nafn
Hnúðrót
Ætt
Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Græmn, efri vörin purpurabrún.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
70-100 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, stönglar allt að 150 sm há, kantaðir, sjaldan með vængi.
Lýsing
Lauf allt að 12 x 7 sm, egglaga til egglaga-aflöng, hjartalaga til þverstýfð við grunninn, hvassydd, sagtennt. Blómleggir 2-3 x lengri en bikarinn, króna 7-10 mm, græn, efri vörin purpurabrún, gervifræflar öfugegglaga. Fræhýði egglaga, allt að 5 mm.
Uppruni
Evrópa, Asía.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð með fjölærum jurtum.
Reynsla
Gömul lækningajurt og fyrst og fremst ræktuð í því skyni. Hefur lifað mörg ár í Lystigarðinum, sáir sér.
Yrki og undirteg.
'Variegata' er yrki með hvítflekkóttum blöðum, sem rækta má sem skrautjurt.