Scrophularia vernalis

Ættkvísl
Scrophularia
Nafn
vernalis
Íslenskt nafn
Vorhnúðrót
Ætt
Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
Lífsform
Tvíær eða fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulgrænn.
Blómgunartími
Maí.
Hæð
20-100 sm
Vaxtarlag
Tvíær eða fjölær jurt. Stönglar 4-kantaðir með kirtilhár.
Lýsing
Krónan næstum sammiðja, grængul, 6-8 mm löng, samvaxin, 5-flipótt, fliparnir jafnstórir. Krónupípan stutt og víð. Bikar reglulegur, 5-flipóttur. Fræflar 5, 1 verður líkur hreistri, 4 eru meeð frjóhnappa. Frævur samvaxnar með 1 stíl. Blómskipunin klasi, axlastæður skúfur. Laufin gagnstæð, með legg, flöt eða hjartalaga við grunninn, tvísagtennt, neðra borðið með kirtilhár. Aldin tvíhólfa, opnast við grunninn.
Uppruni
Evrópa.
Heimildir
http://www.luontoportti.com/suomi/en/kukkakasvit/yellow-figwort
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í beð með fjölærum jurtum.