Scutellaria alpina

Ættkvísl
Scutellaria
Nafn
alpina
Íslenskt nafn
Fjallaskjaldberi
Ætt
Varablómaætt (Lamiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Purpura, neðri vörin gul.
Blómgunartími
Ágúst - september.
Hæð
20-35 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, útafliggjandi, allt að 35 sm há. Stönglar greinóttir eða greinalausir, uppsveigðir, slær oft rótum á liðunum, meira eða minna hærðir.
Lýsing
Lauf allt að 2,5 sm, egglaga, hjartalaga við grunninn, oftast snubbótt, bogtennt, mjúkhærð eða hárlaus. Blómin þétt, í 4-köntuðum klasa, með purpura slikju, stoðblöðin skarast, lengri en bikarinn. Krónan 25-37 mm, meira eða minna hærð á ytra borði, purpura, neðri vörin gul.
Uppruni
Fjöll Evrópu og Síberíu.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í skrautblómabeð.
Reynsla
Scutellaria alpina ssp. supina hefur lifað góðu lífi í garðinum í fjölmörg ár. Ekki í RHS og gæti verið sortin 'Bicolor' - ath.
Yrki og undirteg.
'Alba' er með hvít blóm, 'Bicolor' er með purpuralit og hvít blóm, 'Lupulina' er með gul blóm, 'Rosea' er með bleik blóm svo nokkur séu nefnd.